Tekjulægstu fjölskyldurnar og einstaklingarnir, samtals 18%, greiddu engan skatt á árinu 2013. Tekjuhæsti hópurinn, samtals 10%, var með 32,8% heildartekna allra einstaklinga í landinu. Næsthæsta tíund tekjuhæstu fjölskyldnanna var með 18% heildartekna allra fjölskyldna í landinu og skattgreiðslur þessa hóp námu 20,1% af heildarskattgreiðslum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag og er úr úttekt fréttablaðs Ríkisskattstjóra.

Samtals voru 10% fjölskyldna og einstaklinga með meira en 13 milljónir í árstekjur á árinu 2013 og samanlagt með 372,8 milljarða í heildartekjur.