Persónuvernd gaf í liðnum mánuði út 18 leyfi til vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við rannsóknir og verkefni.

Í flestum tilvikum er um að ræða lækna sem fengu leyfi til aðgangs að sjúkraskrám og persónulegum upplýsingum vegna rannsókna á heilsufarstengdum þáttum.

Má meðal annars í því sambandi nefna rannsókn um líffæragjafir og líffæraígræðslu á Íslandi undanfarin fimm ár. En einnig m.a. nefna að Persónuvernd veitti aðgang að viðkvæmum persónuupplýsingum vegna rannsóknar á afbrotahegðun unglinga í Grafarvogi.

Mun fleiri leyfi en í fyrra

Með leyfisveitingum í apríl hefur Persónuvernd alls veitt 97 leyfi til aðgang að persónuupplýsingum það sem af er þessu ári.

Allt árið í fyrra veitti Persónuvernd samtals 103 leyfi um sambærilegan aðgang.

Að baki hverri leyfisveitingu geta verið nokkrir vísindamenn þannig að fjöldi þeirra sem fá aðganginn er talsvert hærri en fjöldi leyfisveitinga ber með sér.