Við opnum hlutabréfamarkaðar var tilkynnt um nokkur stór utanþingsviðskipti og nemur veltan um 18 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum frá M5.

Stærstu viðskiptin eru 8,9 milljarða viðskipti með bréf Kaupþings banka, sérfræðingar segja að þar sé um að ræða framvirkan samning á genginu 892,87 en gengi bankans á markaði er 717 krónur á hlut.

Þá voru 3,3 milljarða viðskipti með bréf Glitnis, 2 milljarða viðskipti með Mosaic Fashions og 1,6 milljarða viðskipti með Landsbanks.