*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 4. september 2013 07:41

18 milljónir kostar að laga Hofsvallagötu

Fuglahús og flögg við Hofsvallagötu kostuðu þrjár milljónir króna.

Ritstjórn
Horft yfir vesturbæinn.

Umdeildar framkvæmdir við Hofsvallagötu hafa kostað borgina tæpar 18 milljónir króna. Það er 3,5 milljónum krónum meira en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á. Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að öll tilboð í verkið hafi verið yfir áætlun Reykjavíkurborgar sem hljóðaði upp á 14,5 milljónir króna. 

Inni í kostnaðinum eru þrjár milljónir króna sem fóru í flögg og fuglahús. Þá kostuðu gróðurkassar tvær milljónir króna. Kassarnir hafa verið skemmdir. Hönnun á framkvæmdunum kostuðu 680 þúsund krónur.

Stikkorð: Reykjavík Hofsvallagata