Þrír lánardrottnar Arctic Trucks International hafa keypt 18 milljón hluti í félaginu fyrir 180 milljónir króna. Kaupverðið greiddu þeir með skuldajöfnun krafna sem þeir áttu á hendur félaginu, með bókfært virði upp á sömu upphæð.

Viðskiptin áttu sér stað í byrjun desember síðastliðins. Í lok árs 2020 voru hluthafar félagsins 11 talsins, en tveir stærstu, Frumtak II og Emil Grímsson, héldu sín á milli á ríflega 80% hlut. Fjöldi hluta var þá rúmar 68 milljónir, og 18 milljón hlutir væru því 21% hlutur, að því gefnu að þeir væru nýir.

Félagið fór í gegnum endurskipulagningu árið 2019 og fékk þá meðal annars inn nýtt hlutafé og lán, auk þess sem lengt var í eldri langtímalánum. Á síðasta ári var Arctic Trucks Ísland selt út úr samstæðunni til Frumtaks II, þar sem móðurfélagið sá sér ekki fært að styðja við hið íslenska dótturfélag fjárhagslega.