Elon Musk, stofnandi Tesla Motors, sagði rétt í þessu á Twitter að þegar hefðu 180 þúsund manns lagt niður þúsund Bandaríkjadala innborgun á hinn nýja Model 3 bíl. Þessi sala fór fram á aðeins einum sólarhring.

Viðskiptavinum bauðst að setja niður þúsund dollara innborgun á bílinn og þar með forpanta hann - en ef allt gengur eftir áætlun mun framleiðsla á honum hefjast á næsta ári. Kaupendurnir verða því að vera þolinmóðir.

Musk gefur gróft mat á hvers virði forpantanirnar eru. Grunnverð bílsins er um 35 þúsund dalir eða 4,2 milljónir króna. Meðalkaupandinn borgar þó aðeins meira og fær fleiri aukahluti og græjur í bílinn fyrir vikið.

Musk metur meðalverð á hvern bíl vera um 42 þúsund dollara - sem gefur um það bil 7,5 milljarða Bandaríkjadala (915 milljarðar króna) aðeins í forpantaðar bifreiðir.