Sjávarútvegsráðherra hefur gefið út 181 þúsund lesta upphafsheimild til íslenskra skipa til veiði á loðnu. Heimilidin er gefin út fyrr en venjlega þar sem ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunarinnar hefur legið fyrir síðan í júní. Loðnuvertíðin hefst 1. október og stendur til loka apríl á næsta ári.

Hafró hefur ráðlagt að heildarkvóti verðtíðarinnar verði 725 þúsund tonn og er áætlað verðmæti þess kvóta um 20-30 milljarðar samkvæmt tilkynningu frá Sjávarútvegsráðuneytinu.