Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt ríflega 1.800 milljarða dollara björgunaraðgerðir til þess að bregðast við efnahagsáhrifum vegna kórónuveirunnar þar í landi. Björgunarpakkinn var samþykktur sem var samþykktur fyrir skömmu mun meðal annars innihalda aðgerðir til að koma atvinnugreinum sem hafa orðið illa úti vegna veirunnar til bjargar en nánari útlistun verður kynnt seinna í dag.

Um er að ræða einar stærstu efnahagsaðgerðir sem stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ráðist í en þær samsvara um 8% af landsframleiðslu landsins á síðasta ári. Sagði Mitch McConnel leiðtogi repúblikanna í öldungadeild þingsins að um væri að ræða „stríðstímaumfang af fjárfestingu. Þá sagði Chuck Schumer, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni að pakkinn væri sá stærsti sögu Bandaríkjanna og einskonar Marshall aðstoð til spítala landsins.

Auk björgunnar atvinnugreina er gert ráð fyrir því að pakkinn innihaldi um 250 milljarða dollara vegna atvinnuleysisbóta og um 350 milljarða til neyðarlána til minni fyrirtækja.

Eftir sögulegar lækkanir á verðbréfamörkuðum síðustu vikur hækkaði Dow Jones vísitalan um 11,4% í viðskiptum gærdagsins sem var mesta hækkun á einum degi frá 1933. Þá hækkaði S&P 500 vísitalan um 9,4% en hún hefur hækkað um 1,1% það sem af er degi.