*

föstudagur, 5. júní 2020
Innlent 4. apríl 2020 16:01

181 milljónar hagnaður

Hagnaður DK hugbúnaðar jókst um rúm 70% milli ára. Tekjur námu 1.570 milljónum og jukust um 11%.

Ritstjórn
Dagbjartur Pálsson er framkvæmdastjóri DK hugbúnaðar.
Haraldur Guðjónsson

Hugbúnaðarfyrirtækið DK hugbúnaður hagnaðist um 181 milljón króna á síðasta ári og jókst hagnaður félagsins um 75 milljónir milli ára.

Tekjur námu 1.570 milljónum og jukust um 11% milli ára auk þess sem EBITDA nam 308 milljónum og jókst um 30% milli ára.

Eignir félagsins námu 627 milljónum í árslok og jukust um 59 milljónir milli ára. Eigið fé nam 405 milljónum og var eiginfjárhlutfall 64,6% í lok ársins og hækkaði um 5,8 prósentustig á milli ára.