Aðeins um 8% kvenna sem sitja í stjórnum fyrirtækja sitja í stjórnum 3ja eða fleiri félaga. Um 17% kvenna sitja í stjórnum tveggja félaga en rétt tæp 75% kvenna sem eiga sæti í stjórnum fyrirtækja eru í stjórn eins félags. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í svörum Hákons Stefánssonar, framkvæmdastjóra Creditinfo um fjölda kvenna í stjórnum félaga og fjölbreytni í stjórnum fyrirtækja eftir að kynjakvótalögin tóku gildi í fyrrahaust.

Á netmiðlinum Spyr.is var Hákon spurður að því hvaða konur þetta séu sem sitji í stjórnum félaga og hvort þetta séu alltaf sömu konurnar.

Fram kemur í svari Hákons að 18.420 konur gegni  stjórnarstörfum (aðal-/varamaður) hjá 21.461 fyrirtæki.