*

þriðjudagur, 19. nóvember 2019
Innlent 29. september 2019 14:05

187 milljóna tap hjá Arctic Trucks

Tap Arctic Trucks jókst um 87 milljónir króna á síðasta ári.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Arctic Trucks tapaði 187 milljónum króna á síðasta ári og jókst tap félagsins frá fyrra ári um 87 milljónir. Hlutdeild í afkomu dótturfélaga var neikvæð um 78 milljónir króna en var jákvæð um 35 milljónir árið á undan. Eignir félagsins í árslok námu 421 milljón króna og drógust saman um 63 milljónir

Eigið fé var 86 milljónir í lok ársins á meðan eiginfjárhlutfall var 20,4% og lækkaði um 38,5 prósentustig á milli ára. Stærsti eigandi félagsins er Emil Grímsson, fyrrverandi forstjóri þess, með 42% hlut.

Stikkorð: Arctic Trucks