Hagnaður Mosfellsbakarís nam rúmlega 19 milljónum króna á síðasta ári og dróst saman um 5 milljónir frá fyrra ári. Rekstrartekjur námu 699 milljónum króna og jukust um 32 milljónir milli ára.

Eiginfjárhlutfall Mosfellsbakarís nam 34% í lok síðasta árs.

Hafliði Ragnarsson er framkvæmdastjóri Mosfellsbakarís en hann á 60% hlut í bakaríinu og eftirstandandi 40% eru í eigu systur hans, Lindu Bjarkar Ragnarsdóttur.

Lykiltölur / Mosfellsbakarí

2022 2021
Tekjur 699 667
Greiddur arður 15 26
Eigið fé 52 48
Afkoma 19 24
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.