Í tímaritinu Réttur, sem Þjóðviljinn gaf út, fjallaði Heimir Pálsson í löngu máli um kennaradeilurnar á árunum 1984-1985 í aprílhefti Réttar árið 1985. Þá birtist myndin hér að ofan af ræðumönnum á útifundi á Austurvelli. Þarna má fyrir miðju sjá Árna Pál Árnason, nú formannsframbjóðanda í Samfylkingunni, sem þá var tæplega 19 ára nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Lengst til vinstri á myndinni er Stefán Ólafsson, nú félagsfræðiprófessor en þá formaður launamálaráðs BHM-R, Auðna Ágústsdóttir hjúkrunarfræðingur, Árni Páll, og við hljóðnemann Valgeir Gestsson, þá formaður Kennarasambands íslands.