Alls skiluðu 19 manns inn framboði fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en framboðsfrestur rann út kl. 16 í dag.

Þar af bjóða allir þingmenn flokksins í Reykjavík, að Ólöfu Nordal undanskilinni, sig fram í prófkjörinu. Tveir hafa óskað eftir 1. Sæti á lista flokksins í komandi prófkjöri. Það eru þau Hanna Birna Kristjánsdóttir, fv. borgarstjóri og Illugi Gunnarsson, þingmaður.

Þeir sem skiluðu inn framboði voru eftirfarandi einstaklingar:

  • Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi
  • Birgir Ármannsson, alþingismaður
  • Birgir Örn Steingrímsson, framkvæmdastjóri
  • Brynjar Níelsson,hæstaréttarlögmaður
  • Elí Úlfarsson, flugnemi
  • Elínbjörg Magnúsdóttir, verkakona
  • Guðjón Sigurbjartsson, framkvæmdastjóri
  • Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður
  • Gunnar Kristinn Þórðarson, stuðningsfulltrúi
  • Hafsteinn Númason, leigubílstjóri
  • Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarfulltrúi
  • Illugi Gunnarsson, alþingismaður
  • Ingibjörg Óðinsdóttir, stjórnunarráðgjafi
  • Jakob F. Ásgeirsson, rithöfundur og útgefandi
  • Pétur H. Blöndal, alþingismaður
  • Sigríður Ásthildur Andersen, héraðsdómslögmaður
  • Sigurður Sigurðarson, rekstrarráðgjafi
  • Teitur Björn Einarsson, lögmaður
  • Þórhalla Arnardóttir, framhaldsskólakennari