19,3 milljarða velta var á viðskiptum með skuldabréf í Kauphöllinni í dag og um 1,17 milljarða velta með hlutabréf á Aðalmarkaði. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,29% og stendur lokagildi hennar í 1.599,48 stigum en hún hefur hækkað um 22% frá áramótum.

Á hlutabréfamarkaði hækkaði mest gengi Nýherja um 1,65% og VÍS um 1,04% en annars lækkaði gengi flestra bréfa lítillega. Mest lækkaði gengi Össurar um 4,08% og þar á eftir N1 um 0,91%.

Mesta veltan var á bréfum Icelandair eða um 351 milljón króna en mikil viðskipti hafa verið í þeim bréfum síðustu daga.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,7% í dag í 18,3 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,7% í 4,4 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,8% í 13,9 milljarða viðskiptum.