Neytendastofa hefur tekið ákvörðun að Neytendalán ehf. rekstraraðili smálánafyrirtækjanna 1909, Múla og Hraðpeningar skuli greiða 250.000 krónur í dagsektir.

Ástæðan er sú að fyrirtækin eru að krefja neytendur um kostnað sem er umfram lögbundið hámark, en málið snýr að útreikningi árlegrar hlutfallstölu kostnaðar en Neytendastofa segir að félagið hafi ekki farið að skýru ákvæði laga og banni Neytendastofu.

Fyrirtækið hefur 14 daga til að fara að ákvörðun Neytendastofu áður en sektirnar byrja að leggjast á, en innan sama tíma þarf félagið að kæra ákvörðunina til áfrýjunarnefndar ef það kýs að gera svo.

Ákvörðun Neytendastofu má lesa hér .