Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, segir að hagnaður hafi verið að rekstri 1919-hótelsins í miðbæ Reykjavíkur á fyrsta rekstrarárinu í viðtali við Viðskiptablaðið í dag.

Heimsferðir keyptu Eimskipafélagshúsið árið 2004 og breyttu því í hótel. Andri segir að menn hafi svo sem ekki spáð rekstri sérlega vel og að það væri reiknað með að það tæki minnst þrjú ár að koma undir hann fótunum.

"Það er gaman að segja frá því að sá rekstur (1919) hefur gengið afskaplega vel. Við erum að skila góðum hagnaði strax á þessu ári." segor Andri Már. Hann segist þó ekki reikna með því að fara út í frekari hótelrekstur.

Nánar í Viðskiptablaðinu í dag.