Frá árinu 2005 til 2014 hefur Þjóðskrá skráð hjá sér 25.170 nafnabreytingar frá árinu. Þetta kemur fram í minnisblaði stofnunarinnar til allsherjar- og menntamálanefndar. Um 1.700 hafa breytt eiginnafni sínu en 17 þúsund kenninafninu. Auk þess hafa 324 fellt niður nafn sem þeir báru en var ekki skráð í Þjóðskrá. Þessu greinir RÚV frá.

Fram kemur á vef Þjóðskrá að almennt kosti það 6.600 krónur að breyta eiginnafni eða millinafni. Ókeypis er þó að breyta ættarnafni í millinafn. Fram kemur í minnisblaði stofnunarinnar til þingnefndarinnar að 3.201 hafa látið breyta þessum nöfnum. Samtals hafa þeir þá varið til þess 192 milljónum.

Langstærsti hluti nafnabreytinga er fólgin í breytingu á kenninafni - t.d. þegar kenning til föður verður kenning til móður. 17.360 hafa breytt kenninafni sínu á þessu tímabili.