Með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum 24. janúar 2018 var búið Pera ehf. tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Pera er dótturfélag Lykils fjármögnunar sem hét áður Lýsing. Félagið hélt utan um tryggingar vegna lánveitinga Deutsche Bank til Lýsingar upp á tugi milljarða króna. Kröfuréttindin sem voru þannig framseld til Peru.

Skiptum á búinu var lokið 25. júní síðastliðinn.

Þá fékkst 1,1 milljón greidd upp í kröfur sem námu tæplega 19,3 milljörðum króna. Lýstar eftirstæðar kröfur námu 465.7 milljónum króna. Ekkert greiddist upp í eftirstæðar kröfur.