Meðal þeirra fyrirtækja sem hafa náð miklum árangri með notkun samfélagsmiðla er Dominos á Íslandi. Að sögn Önnu Fríðu Gísladóttur, markaðsfulltrúa hjá Dominos, hafa samfélagsmiðlar gífurlegt vægi í markaðsstarfi fyrirtækisins. Rúmlega 27.000 manns fylgja Facebook-síðu fyrirtækisins og um 2.400 manns elta fyrirtækið á Twitter en að sögn hennar notast Dominos á Íslandi fyrst og fremst við þessa tvo miðla.

Tveir starfsmenn sinna markaðsstarfi Dominos í gegnum samfélagsmiðla og mikill tími fer í að bæði vinna efni fyrir slíka miðla og að svara spurningum neytenda. „Við erum þjónustufyrirtæki og þurfum alltaf að vera á vaktinni til að svara við­ skiptavinum okkar,“ segir Anna. „Meðaltími á milli þess sem einhver sendir fyrirspurn til okkar og þegar við svörum er sex mín­ útur. Til þess að ná þeim árangri þurfum við að leggja mikinn tíma og orku í þetta.“

Þótt mikil vinna liggi að baki sýnileika Dominos á samfélagsmiðlum fer ekki mikið hlutfall af markaðsfé fyrirtækisins í slíka vinnu. Að sögn Önnu fara aðeins um 2% af markaðsfé Dominos í auglýsingar í gegnum samfélagsmiðla en stefnt sé að því að auka enn meira við fjármagnið. „Samkvæmt markaðsrannsókn sem við framkvæmdum í byrjun árs taka viðskiptavinir okkar helst eftir auglýsingum okkar á samfélagsmiðlum. Ég tel að við höfum verið að gera mjög góða hluti þar en ég vil gera meira.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .