Hagvöxtur mældist 2% í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi sem er stórstökk frá 1,3% hagvexti á fjórðungnum á undan, samkvæmt upplýsingum bandarískra yfirvalda. Þetta er nokkuð yfir væntingum en almennt var búist við 1,9% hagvexti.

Snarpur vöxtur í einkaneyslu og auknum útgjöldum hins opinbera keyrðu efnahagslífið áfram. Bandaríska dagblaðið The New York Times segir tölurnar slá á áhyggjur manna að uppsagnir og samdráttur í nýráðningum og minni eftirspurn en áður á meginlandi Evrópu eftir bandarískum vörum gæti haldið áfram að draga tennurnar úr hagkerfinu.