Skiptum á þrotabúi Álfsfells ehf. er lokið en það var tekið til skipta með úrskurði Héraðsdóms Vestfjarða uppkveðnum 17. október 2012. Rétt rúmlega 0,15% fékkst upp í lýstar kröfur. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu.

Fyrirtækið Álfsfell rak fiskeldi og útgerð í Skutulsfirði og voru það bræðurnir Davíð og Hallgrímur Kjartanssynir sem ráku fyrirtækið. Fyrirtækið var með leyfi fyrir eldi á þorski og regnbogasilungi í sjókvíum.

Skiptum á búinu lauk með úthlutun. Samkvæmt úthlutunargerð greiddust 3,4 milljónir upp í almennar kröfur sem samtals námu kr. 2.198.358.800 eða 0,1549359%.