*

föstudagur, 28. janúar 2022
Innlent 17. september 2020 17:10

2 milljóna velta þrátt fyrir útboð

Gengi Icelandair í kauphöllinni hækkaði um 9% á útboðsdegi. Grænt yfir að litast í viðskiptum dagsins.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Málshátturinn „allt er vænt sem vel er grænt“ lýsir vel nýloknum viðskiptadegi í Kauphöll Nasdaq á Íslandi, en gengi 16 félaga af þeim 20 sem skráð eru á Aðalmarkað kauphallarinnar hækkaði í viðskiptum dagsins. Fyrir vikið hækkaði OMXI10 úrvalsvísitalan um 1,65% og stendur í 2.167,47 stigum. Heildarvelta viðskipta nam 2,6 milljörðum króna.

Mest hækkaði gengi Icelandair, eða um 9,09% í 2 milljóna króna veltu. Þessi velta vekur nokkra athygli, enda hefði þeim sem voru að festa kaup á bréfum félagsins í kauphöllinni verið nær að taka heldur þátt í hlutafjárútboði félagsins, þar sem útboðsgengið var ein króna á hlut. Þeir hefðu því fengið meira fyrir sinn snúð með því að leggja inn sömu upphæðir í útboðið. Hlutafjárútboðinu lauk kl. 16 í dag.

Næst mest hækkaði gengi hlutabréfa Regins, eða um 5,43% í 157 milljóna króna veltu. Í þetta skiptið þurfti ekkert félag að þola lækkanir á gengi hlutabréfa sinna.

Stikkorð: Icelandair Nasdaq kauphöll