Ferðakostnaður ráðherra ríkisstjórnarinnar var tæpelga 1,4 milljón á síðasta ári. Það er nokkru undir meðaltali áranna 2006-2017 að því er kemur fram í svari Efnahags- og fjármálaráðherra við fyrirspurn Píratans Björns Levís Gunnarssonar. Meðalkostnaður við utanlandsferðir ráðherra á tímabilinu var rúmlega 2 milljónir króna á ári.

Mestur kostnaður við utanlandsferðir ráðherra á tímabilinu var árið 2011 þegar hann nam tæpum 3,5 milljónum króna en þá voru ferðirnar jafnframt flestar eða 13 talsins. Minnstur kostnaður var hins vegar árið eftir þegar hann nam tæpum 960 þúsund krónum í þremur ferðum.

Heildarkostnaður við ferðir ráðherra á þessu tólf ára tímabili nam 24,2 milljónum króna en meirihluti hans féll til vegna fargjalda eða 13,5 milljónir. Dvalarkostnaður nam 5,8 milljónum á tímabilinu en dagpeningar 4,9 milljónum króna.