Nærri 20 prósent bandarískra neytenda skulda reikninga fyrir læknisþjónustu, samkvæmt nýrri bandarískri skýrslu sem neytendastofnun, Consumer Financial Protection Bureau, hefur gefið út.

Að meðaltali skulda einstaklingar 1.766 bandaríkjadali í reikninga fyrir heilbrigðisþjónustu, eða um 218 þúsund krónur. Þeir sem skulda meira en heilbrigðisreikninga, til dæmis með kreditkortaskuldir eða skattaskuldir, skulda að meðaltali 5.638 bandaríkjadali, eða tæplega 700 þúsund krónur.

Samkvæmt skýrslunni væri hægt að lækka þessar skuldir og að margir sem skuldi vegna heilbrigðisþjónustu séu ekki í fjárhagsvandræðum að öðru leyti. Neytendur séu hins vegar oft mjög óvissir um hversu mikið þeir skuldi og þeir skilji ekki reikninga frá sjúkrahúsum. Þá spili tryggingamál inn í þessa óvissu. Fólk viti ekki hvenær það á að borga eða hverjum.