Greiningardeild Íslandsbanka hefur gefið út gefið út afkomuspá fyrir árið 2006 og spáir 20% hækkun á Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar.

Segir hún að enn sé góður gangur í efnahagslífinu og horfur í rekstri fyrirtækja almennt góðar. Væntir hún þess að útrás stærstu fyrirtækjanna muni spila stórt hlutverk á markaðinum.

?Verðkennitölur sem byggja á afkomuspánni fyrir árið 2006 benda til þess að verðlagning hlutabréfa í Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands sé hófleg samanborið við sama tíma í fyrra. Á þann mælikvarða hefur verð hlutabréfa því lækkað lítillega, þrátt fyrir mikla hækkun hlutabréfaverðs í fyrra," segir í afkomuspánni.

Athygli vekur að þrátt fyrir að geiningardeildin spái áframhaldandi hækkun á hlutabréfamarkaðinum er verðmat hennar á öllum félögum, nema SÍF, undir markaðsvirði. Til að gæta sanngirni eru flest fyrirtækin í skoðun.

Greiningardeildin mælir með yfirvogun á FL Group og Landsbankanum.