20% landsmanna er hlynntur Icesave-frumvarpi ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð en 68% landsmanna er andvígur. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem Capacent-Gallup gerði fyrir Andríki, að því er segir í tilkynningu.

Þar segir að spurt hafi verið: Ert þú hlynnt/ur eða andvíg/ur því að Alþingi samþykki fyrirliggjandi frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninga? Niðurstaðan hafi verið sú að 4% hafi verið „mjög hlynnt“, „frekar hlynnt“ 15,6% og „hvorki né“ sögðu 12,5%. „Frekar andvíg“ voru 20,3% og „mjög andvíg“ voru 47,6%.

Ef aðeins er horft til þeirra sem tóku afstöðu eru 22,4% hlynnt frumvarpinu en 77,6% andvíg.

Könnunin var gerð dagana 16. til 27. júlí og voru 1273 í úrtakinu. Af þeim svöruðu 717 og svarhlutfall var því 56,3%, að því er segir í tilkynningu.