"Um 20% af því erlenda vinnuafli sem kemur til starfa hjá Guðmundi Runólfssyni hf. hættir eftir vissan starfstíma og flytur til höfuðborgarsvæðisins þar sem það stundar svarta vinnu og er iðulega samtímis á atvinnuleysisskrá." Þetta segir Guðmundur Smári Guðmundsson, framkvæmdastjóri GR í Grundarfirði, í grein sem hann skrifar í nýjasta tölublað Fiskifrétta.

Í greininni kemur fram að eitt helsta vandamál Guðmundar Runólfssonar og annara fiskvinnslufyrirtækja er að fá fólk til vinnu.