*

miðvikudagur, 12. maí 2021
Innlent 27. nóvember 2019 17:03

20 milljarða fjárfesting í Gufunesi

Félag Baltasars Kormáks, GN Studios, hyggst ásamt Spildu fjárfesta í uppbyggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis í Gufunesi.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Heimildir ViðskiptaMoggans herma að félag Baltasars Kormáks Baltasarssonar, GN Studios, ásamt fasteignaþróunarfélaginu Spildu, stefni að því að fá fjárfesta að uppbyggingu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis á lóðum í Gufunesi. GN Studios keypti lóð í Gufunesi af Reykjavíkurborg fyrir um tveimur árum síðan. Talið er að umrætt verkefni kosti um 20 milljarða króna. Arctica Finance ku hafa verið ráðið til að lokka fjárfesta að verkefninu.

Þá segir jafnframt í frétt ViðskiptaMoggans að náðst hafi samkomulag við fasteignaþróunarfélagið Spildu um stofnun nýs félags, sem halda muni utan um uppbygginguna á svæðinu. Því verði byggingaréttur GN Studios á lóðunum færður yfir í framangreint nýja félag. Ekki liggi fyrir hver hlutdeild Baltasars Kormáks verði í hinu nýja félagi, en samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans miðast samkomulagið við að hlutur Spildu verði um 15%.