Afskrifa þurfti rúma 20 milljarða króna hjá félaginu 101 Capital en skiptum á félaginu lauk íþann 20. ágúst síðastliðinn. Þetta kemur fram í DV í dag en þar er haft eftir skiptastjóra búsins að stærstu kröfuhafarnir hafi verið Glitnir og Baugur. Þar skipta samkvæmt skiptastjóranum mestu lánasamningar og samningar um framvirk verðbréfaviðskipta. Annars var um viðskipti með Landic Property að ræða og hins vegar FL Group.

Nánar má lesa um málið HÉR í ítarlegri umfjöllun sem birt var á vb.is þann 31. ágúst síðastliðinn.