Heildarvelta í Kauphöllinni nam 19.978 milljónum króna. Velta með hlutabréf nam ríflega 1,3 milljarði króna en velta með skuldabréf nam hins vegar ríflega 18,6 milljörðum.

Á hlutabréfamarkaðnum voru langmest viðskipti með bréf í Icelandair Group eða ríflega 900 milljóna króna viðskipti. Bréfin hækkuðu um 2,45%. Viðskipti með bréf í HB Granda námu 111 milljónum króna og hækkaði gengi bréfanna um 1,26%.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,84% og stóð í 1.372,14 stigum í lok dags.

Mjög mikil viðskipti voru á skuldabréfamarkaðnum. Viðskipti með verðtryggð bréf námu 13 milljörðum króna og velta með óverðtryggð bréf nam tæpum 4,2 milljörðum. Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,3%. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,4% og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði lítillega.