Tíu ný fyrirtæki fá tveggja milljóna hlutafé frá Arion banka hvert gegn hlutdeild bankans í fyrirtækjunum. Verkefnin tíu voru valin úr hópi um 200 viðskiptahugmynda sem sóttust eftir að taka þátt í verkefninu Startup Reykjavík. Verkefninu var hleypt af stokkunum við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 7. júní síðastliðinn. Startup Reykjavík snýst um að fjárfesta í sprotafyrirtækjum
og aðstoða þau við að koma viðskiptahugmyndum sínum eins langt og mögulegt er á tíu vikum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.