*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 22. október 2014 16:23

Tuttugu sagt upp hjá Arion banka

Arion banki ræðst í hagræðingaraðgerðir og loka útibúi sínu í Hólmavík ásamt því að segja upp starfsfólki.

Ritstjórn
Arion banki.
Eva Björk Ægisdóttir

Arion banki réðst í hagræðingaraðgerðir í dag þegar 18 starfsmönnum bankans var sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Að auki verður afgreiðslu Arion banka á Hólmavík loka og við það munu tveir starfsmenn til viðbótar láta af störfum.

Eftir lokun afgreiðslunnar á Hólmavík starfrækir Arion banki 23 útibú og afgreiðslur um land allt. Viðskiptavinir afgreiðslunnar á Hólmavík geta sótt þjónustu í útibú bankans í Borgarnesi eða hvert það útibú bankans sem þeir kjósa, en um helmingur viðskiptavina afgreiðslunnar á Hólmavík er með búsetu á höfuðborgarsvæðinu.

Útibú Arion banka á Hólmavík:

Stikkorð: Arion banki