*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Erlent 12. júní 2020 19:58

20% samdráttur í Bretlandi

Efnahagur Bretlands dróst saman um 20,4% á einum mánuði og um 2,1 milljón manns eru atvinnulausir.

Ritstjórn
Andrew Bailey, bankastjóri Englandsbanka.
epa

Efnahagur Bretlands dróst saman um 20,4% í aprílmánuði. Aldrei hefur samdráttur verið meiri á einum mánuði í Bretlandi, en til samanburðar dróst verg landsframleiðsla aldrei um meira en 1% í einum mánuði í kjölfar efnahagskreppunnar árið 2008. Frá þessu er sagt á vef BBC.

Andrew Bailey, bankastjóri Englandsbanka, seðlabanka Bretlands, sagði tölurnar sambærilegar þeirra spám og að bankinn væri tilbúinn til þess að takast á við ástandinu. Enn fremur tekur hann fram að efnahagshorfur séu að batna en nú sé stóra spurning, hve mikil langtímaáhrif veiran mun hafa.

Atvinnulausum í Bretlandi fjölgaði um rúmlega 850 þúsund manns í apríl og stóð í 2,1 milljón í lok mánaðar.