Tekjur af útleigu á fasteignum til skammtímaleigu munu verða skattlagðar sem fjármagnstekjur í kjölfar þess að ný lög voru samþykkt á Alþingi í byrjun þessa mánaðar tekjurnar bera því nú 20 prósent skatt. Frá þessu er greint í frétt Ríkisútvarpsins .

Skattlagningin er háð því að um sé heimagistingu að ræða. Slík leiga er bundin leyfi sýslumanns og má ekki vara lengur en samtals í 90 daga á ári og tekjur af henni mega ekki vera meira en tvær milljónir á ári. Algengast er að slík leiga fari í gegnum vefinn Airbnb og sé til ferðamanna.

Í greinagerð sem fylgdi frumvarpinu kemur fram að lagt hafi verið til með frumvarpinu að kveðið yrði skýrt á um að tekjur einstaklinga af útleigu fasteigna í formi heimagistingar teljist ekki til atvinnurekstrar. Með breytingunni teljast tekjur vegna heimagistingar til fjármagnstekna einstaklinga og bera því 20% fjármagnstekjuskatt. Breytingin tekur gildi afturvirkt frá 1. janúar 2017 og hefur því áhrif á umræddar skammtímatekjur þessa árs að því er kmeur fram í frétt RÚV.