Nú hefur uppgjöri útboðs á 31,5% eignarhlut í Skeljungi hf. lokið. Boðnir voru 661.368.368 hlutir í útboðinu, en úthlutanir sem reyndust ógreiddar að loknum greiðslufresti voru ógiltar og hafa því 5.001.433 hlutir verið seldir öðrum á endanlegu útboðsgengi. Hluthafar Skeljungs hf. eru nú 1.968 talsins. 20 stærstu hluthafarnir eiga rúmlega 70% af félaginu.

Í apríl ræddi Viðskiptablaðið við Valgeir M. Baldursson, forstjóra Skeljungs, um útboðið og framtíð félagsins. Hluta viðtalsins má lesa hér.