Nærri 13 þúsund einstaklingar hafa sótt um að greiða séreignarsparnað inn á fasteignalán og rúmlega sjö þúsund umsóknir eru í vinnslu. Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag. 46 þúsund umsóknir frá rúmlega 70 þúsund einstaklingum hafa borist um leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána.

Fréttablaðið hefur eftir Tryggva Þór Herbertssyni, verkefnastjóra um framkvæmd húsnæðislána, að fjöldinn sé nokkuð í takt við það sem búist var við.

Opnað var fyrir umsóknir um leiðréttinguna 18. maí og fyrir umsóknir um ráðstöfun séreignarsparnaðar tíu dögum síðar. Umsóknarfrestur rennur út 1. september.