Samtals bauð Landsbankinn út fjóra flokka sértryggðra skuldabréfa og bárust 20 tilboð fyrir samtals 3.480 milljónir króna að nafnverði.

Tvö tilboð að fjárhæð 140 milljónir króna að nafnverði bárust í flokkinn LBANK CB 21 á ávöxtunarkröfu á bilinu 4,42%-4,43%, en engum tilboðum var tekið í flokkinn.

Tvö tilboð að fjárhæð 420 milljónir króna að nafnverði bárust í flokkinn LBANK CB 23 á ávöxtunarkröfu  4,45%. Báðum tilboðum var tekið í flokkinn á ávöxtunarkröfunni 4,45%. Heildarstærð flokksins verður 14.300 milljónir króna eftir viðbótarútgáfuna.

Átta tilboð að fjárhæð 1.300 milljónir króna að nafnverði bárust í flokkinn LBANK CBI 24 á ávöxtunarkröfu á bilinu 1,73%-1,79%. Tilboðum að fjárhæð 1.100 milljónir króna var tekið í flokkinn á ávöxtunarkröfunni 1,78%. Heildarstærð flokksins verður 39.080 milljónir króna eftir viðbótarútgáfuna.

Átta tilboð að fjárhæð 1.620 milljónir króna að nafnverði bárust í flokkinn LBANK CBI 28 á ávöxtunarkröfu á bilinu 1,70%-1,72%. Fjárhæð gildra tilboða nam 1.520 milljónum króna og var þeim öllum tekið í flokkinn á ávöxtunarkröfunni 1,72%. Heildarstærð flokksins verður 44.980 milljónir króna eftir viðbótarútgáfuna.

Í tilkynningu um lok útboðsins frá Landsbankanum segir að stefnt sé að töku skuldabréfanna til viðskipta á Nasdaq Iceland þann 17. september 2019. Viðskiptavakt með sértryggða skuldabréfaflokka Landsbankans er í höndum Arion banka, Íslandsbanka og Kviku.