*

föstudagur, 7. ágúst 2020
Innlent 12. september 2019 08:30

20 tilboð bárust í útboði Landsbankans

Landsbankinn lauk í dag útboði sértryggðra skuldabréfa og bárust tilboð fyrir 3,5 milljarða króna.

Ritstjórn
Útibú Landsbankans við Austurstræti.
Haraldur Guðjónsson

Samtals bauð Landsbankinn út fjóra flokka sértryggðra skuldabréfa og bárust 20 tilboð fyrir samtals 3.480 milljónir króna að nafnverði. 

Tvö tilboð að fjárhæð 140 milljónir króna að nafnverði bárust í flokkinn LBANK CB 21 á ávöxtunarkröfu á bilinu 4,42%-4,43%, en engum tilboðum var tekið í flokkinn. 

Tvö tilboð að fjárhæð 420 milljónir króna að nafnverði bárust í flokkinn LBANK CB 23 á ávöxtunarkröfu  4,45%. Báðum tilboðum var tekið í flokkinn á ávöxtunarkröfunni 4,45%. Heildarstærð flokksins verður 14.300 milljónir króna eftir viðbótarútgáfuna.

Átta tilboð að fjárhæð 1.300 milljónir króna að nafnverði bárust í flokkinn LBANK CBI 24 á ávöxtunarkröfu á bilinu 1,73%-1,79%. Tilboðum að fjárhæð 1.100 milljónir króna var tekið í flokkinn á ávöxtunarkröfunni 1,78%. Heildarstærð flokksins verður 39.080 milljónir króna eftir viðbótarútgáfuna.

Átta tilboð að fjárhæð 1.620 milljónir króna að nafnverði bárust í flokkinn LBANK CBI 28 á ávöxtunarkröfu á bilinu 1,70%-1,72%. Fjárhæð gildra tilboða nam 1.520 milljónum króna og var þeim öllum tekið í flokkinn á ávöxtunarkröfunni 1,72%. Heildarstærð flokksins verður 44.980 milljónir króna eftir viðbótarútgáfuna.

Í tilkynningu um lok útboðsins frá Landsbankanum segir að stefnt sé að töku skuldabréfanna til viðskipta á Nasdaq Iceland þann 17. september 2019. Viðskiptavakt með sértryggða skuldabréfaflokka Landsbankans er í höndum Arion banka, Íslandsbanka og Kviku.