Rúmlega 200 konur hafa sett nafn sitt ál ista og boðið sig fram til setu í stjórnum fyrirtækja. Þar af birtu fjölmiðlar í morgun auglýsingu með nöfnum 192 kvenna í nafni Félags kvenna í atvinnurekstri. Það eru jafn margar konur og vantar til stjórnarsetu til að jafna kynjahlutföll.

Fram kom á morgunverðarfundi Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs, Félags kvenna í atvinnurekstri, Kauphallarinnar og fleiri aðila í dag að fjölda kvenna vanti í stjórnir fyrirtækja. Þar voru ræddar ýmsar leiðir sem geta leitt til þess að svo verði fyrir næsta ár þegar gildi taka ný lög sem kveða á um að hlutfall hvors kyns skuli aldre vera lægra en 40% í stjórnum stærri fyrirtækja hér á landi. Elín Jónsdóttir, fyrrverandi forstjóri Bankasýslunnar, viðraði þar þær aðferðir sem Bankasýslan notaði við val á stjórnarmönnum í þeim sparisjóðum sem ríkið hafði eignast ýmist að hluta eða öllu leyti.

Fram kemur í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins að 285 fyrirtæki falli undir löggjöfina.