Alþingi kemur á ný saman á mánudaginn eftir 17 daga páskafrí. Samkvæmt starfsáætlun þingsins eru tíu þingfundir eftir á þessu þingi. Nefndarstörfum lýkur 8. maí, eldhúsdagur verður miðvikudaginn 14. maí og þingfrestun er föstudaginn 16. maí.

Staða mála á Alþingi er þannig að það sem af er þessu ári hafa 48 lög verið samþykkt. 37 bíða 1. umræðu, 50 eru í nefnd og 23 bíða 2. umræðu. Á meðal lagafrumvarpa sem þingið er ekki búið að afgreiða eru:

Leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána
Ráðstöfun séreignarsparnaðar
Gjaldskrárlækkanir
Evróputillögur

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .