Heimsfaraldurinn mun kosta tryggingageirann meira en 200 milljarða dollara sem jafngildir um 29,4 þúsund milljörðum íslenskra króna að mati skrifstofu Lloyd í London. Yfir helming tapsins má rekja til aflýsinga viðburða, truflana á rekstri fyrirtækja og gengistrygginga.

Köfur tryggingafélaga á fjárfestingasjóði lækkuðu um 96 milljarða dollara vegna efnahagsáhrifa heimsfaraldursins. Iðgjöld tryggingafélaga munu að öllum líkindum einnig hækka.

John Neal, forstjóri Lloyd, segist aldrei hafa orðið vitni að öðru eins tjóni. „Ég held að enginn hafi séð fyrir sér aðstæður þar sem hver einasti viðskiptavinur í veröldinni myndi samtímis standa frammi fyrir svipuðu tjóni,“ sagði hann í viðtali við Financial Times.

Neal telur tryggingageirann almennt vera í fínni stöðu til að greiða út kröfur til viðskiptavina en reiknar þó með að um helmingur tryggingafélaga þurfi að sækja sér nýtt fjármagn.