ISS Ísland ehf. og Reginn hf. hafa undirritað þjónustusamning um að ISS yfirtaki meginhluta þeirra rekstrarþátta sem Fasteignaumsýsla Regins hefur sinnt. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félögunum.

Samningurinn er til 5 ára og tekur til stoð- og þjónustustarfsemi sem tilheyrir Smáralind og Egilshöll s.s. ræstingar og þrif, sorp og förgun, þjónustuborð, öryggismál, hús- og baðvarsla ásamt hluta af rekstri og viðhalds fasteigna auk orkustýringar. Árlegt umfang samnings er um 200 milljónir króna.

Starfsfólk ISS Ísland ehf. eru um 720. ISS Ísland ehf. er í eigu alþjóðafyrirtækisins ISS A/S með höfuðstöðvar í Danmörku og starfar í 53 löndum.