Rúmlega 200 tilboðs bárust í Gherkin glerturninn í London. Turninn, sem sést víða að í borginni, hefur verið til sölu um skeið. Búast má við að sá sem beri sigur úr býtum í samkepnninni um turninn þurfi að greiða að minnsta kosti 650 milljónir punda, jafnvirði rúmra 125 milljarða íslenskra króna, fyrir hann að því er fram kemur í breska dagblaðinu Guardian .

Núverandi eigandi turnsinss eru eignastýringarfyrirtækið Evans Randall og þýski fasteignasjóðurinn IVG. Eignarhaldsfélag þeirra sem skráð er fyrir turninum hefur verið úrskurðað gjaldþrota og selja Savills og Deloitte hann fyrir skiptastjóra.