Áætlað verðmæti brotajárns sem verið er að safna í á Patreksfirði sé um 20 milljónir króna. Brotajárnshaugurinn er þegar orðinn um 2.000 tonn og fer vaxandi.

Greint er frá þessu á vefnum bb.is í gær, en vinnuflokkur frá endurvinnslufyrirtækinu Hringrás í Reykjavík hefur verið með brotajárnspressu á staðnum síðan í lok apríl. Byrjað var á að rífa niður gömlu fiskimjölsverksmiðjuna og mjöltankana sem voru einkennandi fyrir Vatneyrina um árabil. Nú vinnur flokkurinn að umhverfisátaki fyrir Vesturbyggð og gengur vel. Eru Hringrásarmenn að bera tvöfalt meira járn úr býtum en búist var við í upphafi. Auk brotajárns úr gömlu fiskimjölsverksmiðjunni, sem gaf um 1.600 tonn, er m.a. um að ræð um 400 tonn af brotajárni úr sveitunum í kring.