Hagstofa Íslands sendi í morgun frá sér tölur um bókaútgáfu áranna 1999–2006 í tilefni af alþjóðlegum degi bókarinnar, 23. apríl.

Á árinu 2006 komu út 1.419 titlar bóka (að meðtöldum ritlingum, 5–48 síður). Það jafngildir 4,6 bókum á hverja 1.000 íbúa. Á næstliðnum árum hefur útgefnum bókum fækkað nokkuð, eða um 275 frá því að flestar bækur komu út árið 2000. Það ár voru sex bækur gefnar út á hverja 1.000 íbúa.

Sjá nánar á vef Hagstofu Íslands.