Ljóst er að árið 2013 verður þyngsta endurgreiðsluárið til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samkvæmt þeim gögnum sem nú hafa verið birt frá sjóðnum.

Samkvæmt áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er gert ráð fyrir að lána Íslendingum 1,4 milljarða SDR. SDR er skammstöfun á reiknieiningu sem Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn notar og felur í raun í sér sérstök dráttarréttindi.

Endurgreiðsluáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerir ráð fyrir að Ísland greið til baka með eftirfarandi hætti:

2012    358.8 milljónir SDR 2013 -- 568.8 milljónir SDR 2014 -- 341.3 milljónir SDR 2015 -- 131.3 milljónir SDR