Heildartekjur Mjólkurbús Flóamanna námu kr. 4.292 milljónum króna á síðasta ári og hækka um 216 millj. eða 5,3 % á milli ára. Rekstrargjöld án fjármagnsliða og skatta námu kr. 4.138 millj. Hækka um 235 millj. eða 6,0 % milli ára. Hagnaður fyrir fjármagnsliði nam kr. 154 millj. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 243 millj. en var 179 millj. árið áður. Hagnaður ársins nam kr. 205 millj. Ákveðið er að greiða í arð til framleiðenda um kr. 70,7 millj. sem nemur u.þ.b. 3,55 % af verðmæti innleggs og gerir u.þ.b. kr. 1,50 pr. innveginn ltr.

Niðurstaða efnahagsreiknings er kr. 3.269 millj.
Eigið fé er kr. 2.544 millj. eða 77,8 %.
Eigið fé hækkaði á árinu um 123 millj. eða 5,1 %.
Veltufé frá rekstri var 317 millj. og veltufjárhlutfall er 2,7.

Innlögð mjólk hjá MBF var á sl. ári 47,2 milljónir lítra. Meðalinnlegg pr. kúabú var 126.129 lítrar og hækkaði um 7,31 % frá fyrra ári. Meðalbúið er stærst í Árnessýslu 143.599 lítrar og stækkaði um 9,24 % frá fyrra ári. Til ráðstöfunar voru alls 47,8 milljónir lítra á próteingrunni og 47,5 milljónir lítra á fitugrunni miðað við efnainnihald grundvallarmjólkur og gildandi reiknistuðla. Meðalfita og próteininnihald mjólkur hefur hækkað milli ára.

Gæði innlagðrar mjólkur voru í góðu jafnvægi á árinu 2004.
Það er metnaðarmál mjólkurframeiðenda og mjólkuriðnaðarins að viðhalda gæðum á mjólk og mjólkurafurðum. Neytendur eiga ávallt að fá vöru í hæsta gæðaflokki og góðan aðgang að fjölbreyttu úrvali mjólkurvara.