Hagnaður félagsins Föt og skór ehf. nam 206 milljónum króna árið 2021 samanborið við 37 milljónir árið áður. Félagið rekur til að mynda verslanirnar Herragarðurinn, BOSS, Hanz og Englabörn.

Í byrjun ársins 2021 sameinaðist félagið einkahlutfélaginu HI67 ehf. sem rak BOSS búðina í Kringlunni. Umfang starfseminnar jókst mikið milli ára og spilaði samruninn meðal annars inn í en velta félagsins hækkaði um ríflega milljarð króna eða 67% milli ára.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.