Rannsóknarnefnd um sparisjóðina afhenti ríkissaksóknara í morgun tilkynningu um 21 mál sem nefndin telur að yfirvöld þurfi að taka afstöðu til hvort eigi að rannsaka eða hvort málin séu fyrnd. Þetta kom fram í máli Hrannars Más Hafberg, formanns nefndarinnar, á blaðamannafundi í morgun.

Hann sagði að dæmin væru um mál sem nefndin teldi að þar tilbær yfirvöld þyrftu að rannsaka frekar. „Sá grunur kann að verða staðfestur eða honum eytt með frekari rannsókn,“ sagði Hrannar en lagði áherslu á að nefndin færi ekki með sakamálarannsókn og því væri ekki hægt að túlka þessar tilkynningar sem refsiverð brot heldur eitthvað sem þyrfti að kanna nánar.

Hrannar sagði að nefndin fjallaði ekki í skýrslunni um þau brot sem voru tilkynnt.