*

föstudagur, 23. október 2020
Innlent 18. september 2020 11:19

21 greindist með veiruna

Ekki fleiri smit hafa greinst á einum degi frá því í apríl. 59 hafa greinst innanlands á síðust fjórum dögum.

Ritstjórn
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og Alma Möller landlæknir.

21 kórónuveirusmit greindist innanlands í gær sem er mesti fjöldi smita á einum degi frá því í apríl. Alls hafa 59 greinst innanlands með veiruna síðustu fjóra daga. Þá greindust 3 við landamærin en niðurstöðu mótefnamælingar er beðið. Óvenju mörg sýni voru tekin í gær. Tæplega 1000 manns voru tekin í einkennasýni hjá Landspítalanum og Íslenskri erfðagreiningu þar sem 19 greindust , 905 í landamæraskimanir þar sem 3 greindust eins og áður sagði. Þá voru 457 sýni tekin vegna sóttkvíar- og handahófskenndar COVID-19 prófa, þar sem eitt sýni var jákvætt. Auk þess var eitt sýni jákvætt af 1.649 í skimun Íslenskrar erfðagreiningar.

108 eru nú í einangrun og 2 á sjúkrahúsi. Þá eru 793 í sóttkví og tvö þúsund sem nýlega hafa verið erlendis í skimunarsóttkví.

Nýgengni innanlandssmita er komin í 21,8 á hverja 100 þúsund íbúa á síðustu 14 dögum. Af þeim sem greindust í gær voru tveir þriðji þeirra utan sóttkvíar.

Tilkynnt var í morgun að skemmtistöðum og krám yrði lokað næstu fjóra daga vegna sóttvarna. Nokkur hluti smitaðra síðustu daga er talinn hafa smitast á öldurhúsum bæjarins.